Landslið U18 í íshokkí hefur verið síðustu daga á landsliðsæfingu í Bratislava, Slóvakíu.
Landsliðið spilaði æfingaleik á móti Mexikó og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 6-4.
Landsliðshópurinn flaug frá Bratislava til Búlgaríu í dag og tekur svo þátt í 2019 IIHF U18 World Championship Div III.
Mánudaginn 25. mars hefst heimsmeistaramótið í Sofíu, Búlgaríu og fyrsti leikur Íslands er á móti Búlgaríu í opnunarleik mótsins.
Leikur Íslands hefst kl 20:00 á staðartíma eða kl 18:00 á Íslenskum tíma.
Streymi frá leiknum má finna á heimasíðu alþjóðaíshokkísambandsins, ýta hér ásamt margvíslegum upplýsingum um liðin og tímasetningar leikja.
Landslið U18 2019;
Jóhann Björgvin Ragnarsson | Kári Arnarsson |
Patrekur Orri Hansson | Víggo Hlynsson |
Markús Máni Ólafarson | Mikael Skúli Atlason |
Orri Grétar Valgeirsson | Unnar Hafberg Rúnarsson |
Gunnar Aðalgeir Arason | Þorgils Máni Eggertsson |
Mikael Hansson | Helgi Þór Ívarsson |
Stígur Hermannsson Aspar | Axel Snær Orongan |
Hinrik Örn Halldórsson | Heiðar Gauti Jóhannsson |
Hákon Marteinn Magnússon | Róbert Máni Hafberg |
Baltasar Ari Hjálmarsson . | Atli Þór Sveinsson . |
Þjálfarar; Alexander Medvedev og Miloslav Racansky
Fararstjórn; Eggert Steinsen, Ari Gunnar Óskarsson, Hermann Haukur Aspar og Sveinn Björnsson