Kvennalandsliðið lenti í 3. sæti á HM á Spáni.

Rétt í þessu var síðasta leik kvennalandsliðsins að ljúka heimsmeistaramótinu í Jaca á Spáni.  Íslenska liðið krækti í bronsverðlaun á mótinu.  Úrslitin á mótinu hafa annars verið þessi:

 

Ísland – Tyrkland:  7 – 2

Ísland – Nýja Sjáland:  8 – 2

Ísland – Spánn: 2 – 3

Ísland – Mexíkó: 2 – 0

Ísland – Ástralía: 2 – 3

 

Tvö naum töp og þrír góðir sigrar því staðreynd og bronsið okkar.  Með smá heppni hefði liðið farið alla leið á þessu móti, en engu að síður góður árangur og augljósar framfarir hjá sterku íslensku liði.  Áfram Ísland!