Jötnar og SR Fálkar léku á íslandsmótinu síðastliðinn laugardag og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu þrjú mörk gegn engu marki SR Fálka.
Jötnar komust yfir þegar langt var liðið á fyrstu lotum með marki frá Ben DiMarco eftir stoðsendingu frá Sigurði Sigurðssyni. Skömmu fyrir lotulok fékk Jötnamaðurinn Birgir Þorsteinsson á sig sturtudóm og SR Fálkar léku manni fleiri á ísnum í fimm mínútur. Þeir náðu hinsvegar ekki að nýta sér það og skömmu eftir að jafnt varð í liðum aftur kom ungur leikmaðurSigurður Freyr Þorsteinsson Jötnum í 2 – 0. Markið var jafnframt fyrsta mark Sigurðar Freys í meistaraflokki . Fyrirliði Jötna,Gestur Reynisson, kom Jötnum síðan í 3 – 0 áður en lotan var úti en þriðja og síðasta lotan var markalaus.
Mörk/stoðsendingar Jötna:
Ben DiMarco 1/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 1/0
Gestur Reynisson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/2
Refsingar Jötna: 39 mínútur.
Refsingar SR Fálka: 2 mínútur.