Ísland - Spánn

Frá leik Íslands og Spánar.
Frá leik Íslands og Spánar.

Ísland og Spánn léku síðastliðið föstudagskvöld á HM sem nú fer fram í Reykjavík. Leiknum lauk með sigri spánverja sem gerðu þrjú mörk gegn  engu marki íslenska liðsins. Leikurinn réði miklu um það hvaða lið kemur til að hampa þriðja sætinu og þar með vinna til brons verðlauna á mótinu.   

Tölurnar segja þó ekki allt um gang leiksins því það var íslenska liðið sem átti fleiri skot á mark heldur en andstæðingarnir í liði spánar. Það voru hinsvegar spánverjarnir sem nýttu tækifæri sín betur með því að gera eitt mark í hverri lotu. Þetta er ekki fyrsti leikur slenska liðsins sem erfiðlega gekk að koma pökknum í netið en vonandi ræður liðið bót á því í leiknum í kvöld þegar það mætir belgum. Á hinn bóginn náði íslenska liðið að fækka refsimínútunum þó eitthvað hafi bæst við þær á lokamínútunum þegar svekkelsis brot komu. Einsog áður sagði leikur liðið gegn belgum í kvöld en það er jafnframt síðasti leikurinn á mótinu.   

Refsingar Íslands: 10 mínútur  

Mynd: Elvar Pálsson

HH