Síðasti leikur íslenska kvennalandsliðsins á HM kvenna að þessu sinni var gegn Belgíu en leikurinn var jafnframt lokaleikur HM-mótsins sem fram fór í Laugardalnum þessa vikuna. Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins sem gerði þrjú mörk gegn einu marki Belganna. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 4. sætið í deildinni en það verða Króatar sem leika í a-riðlinum að ári liðnu.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en bæði lið gáfu fá tækifæri á sér og greinilegt að þau vildu ekki fá mark á sig. Svipað var ástatt með brotin því einungis fór einn leikmaður í boxið allan leikhlutann.
Í annarri lotunni bætti íslenska liðið hinsvegar vel í og strax í upphafi lotunnar kom Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir liðinu yfir með sínu öðru marki á mótinu. Það var síðan Linda Brá Sveinsdóttir sem bætti við öðru marki við um miðja lotu og staðan orðin íslenska liðinu æði hagfelld.
Íslenska liðið var áfram sókndjarfara í þriðju og síðustu lotunni en engu og síður voru það belgar sem minnkuðu muninn rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og spennand því töluverð. Belgar misstu hinsvegar mann að vella tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok og það náðu okkar konur að nýta sér en markið gerði aldurforseti liðsins, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir.
Í leikslok var Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir valinn maður leiksins í íslenska liðinu. Leikmaður mótsins var hinsvegar valin Guðrún Marin Viðarsdóttir
Mörk/stoðsendingar Íslands:
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Sarah Shanz-Smiely 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 0/1
Bergþóra Bergþórsdóttir 0/1
Refsingar Íslands: 4 mínútur.