Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Jóhann Már hefur um árabil leikið með meistaraflokki Skautafélags Akureyrar með frábærum árangri og margsinnis hampað Íslands- og deildar- og bikarmeistaratitli. Hlutverk hans með landsliðinu hefur vaxið jafnt og þétt og er hann nú lykilmaður í liðinu.
Jóhann Már er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum og er til fyrirmyndar í alla staði.
Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn.