Íshokkíkona ársins 2015 er varnarmaðurinn Guðrún Marín Viðarsdóttir frá Akureyri. Guðrún Marín er fædd 26. nóvember 1993 og hefur leikið íshokkí í sjö ár. Guðrún Marín varð í vor íslandsmeismeistari með Skautafélagi Akureyrar og var það sjötti íslandsmeistaratitillinn sem Guðrún hampar.
Guðrún Marín hefur verið fastamaður í landsliði íslands í íshokkí frá 2011 og lék stórt hlutverk með liðinu í 2. deild HM sem haldið var í Jaca á spáni í mars síðastliðnum. Guðrún leikur um þessar mundir með Göteborg Hockey Club í Svíþjóð en áður hafði hún leikið með Lukko í Finnlandi keppnistímabilið 2012 – 13. Góð skautatækni ásamt góðum hraða og langskotum gerir Guðrúnu Marín að góðum alhliða íshokkíleikmanni.
HH