Sigrún Agatha Árnadóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2022 af stjórn Íshokkísambandi Íslands.
Sigrún Agatha hefur átt glæsilegan feril að baki með Fjölni, hún er lykilkona í árangri liðsins undanfarin misseri. Hún var til að mynda marka- og stigahæst í Hertz-deild kvenna á síðasta tímabili (21 mark, 29 stig). Sigrún Agatha byrjaði ung að árum að spila með Birninum, síðar Fjölni, en hún spilaði einnig með Skautafélagi Reykjavíkur árin 2017 - 2020. Hún er einn helsti máttarstólpi kvennaliðs Fjölnis og er frábær fyrirmynd allra iðkenda.
Sigrún Agatha hefur átt fast sæti í landsliði kvenna undanfarin ár og átti stórleik á heimsmeistaramótinu í maí síðastliðnum þegar lið Íslands vann gullið í Króatíu. Sigrún Agatha skoraði þar 3 mörk og setti mark sitt á keppnina hvort sem var á ís eða utan hans.
Sigrún Agatha er fylgin sjálfri sér, hvetjandi leikmaður sem gefst aldrei upp og er frábær fyrirmynd allra hvort sem er fyrir landslið Íslands eða heimalið sitt. Sigrún Agatha vinnur og hugsar fyrir heildina enda mjög umhugað um framgang íshokkí á Íslandi og er ávalt reiðubúin til að aðstoða alla þá sem vilja.
Íshokkísamband Íslands óskar Sigrúnu Agöthu innilega til hamingju með árangurinn.