Iðkendur


Frá stelpuhokkídeginum.                                                                                                               Mynd: Haraldur Ingólfsson

Á vef Alþjóða Íshokkísambandsins IIHF birtist í gær frétt um fjölda þeirra sem æfa íshokkí í heiminum öllum og um fjölgunina sem hefur verið á milli ára. Fram kom að 52.892 nýjir iðkendur byrjuðu að æfa íshokkí, fjölgun á heimsvísu um 3,4% og er heildarfjöldi kominn í 1.602.876. Þessi fjölgun er að stórum hluta vegna aukinna vinsælda íshokkís kvenna sem hefur vaxið um 16,5% á síðustu 5 árum.

Enn fremur kemur fram í fréttinni að Ísland er í 7.sæti yfir iðkendafjölda miðað við höfðatölu. Stefnan er að sjálfsögðu að fjölga iðkendum í þessari skemmtilegu íþrótt bæði í karla- og kvennflokki hjá öllum félögum, svo halda megi áfram að gera íslenskt íshokkí enn öflugra.

Við erum hreykin af því að með fréttinni á vef IIHF fylgdi mynd sem tekin var á Stelpuhokkídeginum sem haldinn var nýlega. Þessa bráðskemmtilegu mynd tók íshokkíkonan Arndís Eggerz Sigurdardóttir.

HH