Húnar - SR Fálkar

Húnar fengu SR Fálka í heimsókn á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu 4 mörk gegn 2 mörkum SR Fálka. Hjá Húnum voru mættir aftur til leiks aftur þeir Aron Knútsson og Marteinn Sigurðsson og hjá SR Fálkum var Gauti Þormóðsson kominn aftur.

Fyrsta lotan var markalaus og bæði lið nokkuð róleg í sóknaraðgerðum sínum. Önnur lotan hófst hinsvegar með látum og strax á annarri mínútu hennar kom Brynjar Bergmann  Húnum yfir.  Egill Þormóðsson minnkaði hinsvegar muninn fyrir SR Fálka skömmu eftir miðja lotu en Adam var ekki lengi í Paradís því Gunnlaugur Guðmundsson kom Húnum yfir skömmu síðar og staðan í lotulok því 2 -1 Húnum í vil. Egill Þormóðsson jafnaði síðan metin fyrir  SR Fálka strax í upphafi þriðju lotu og því allt í stöðunni fyrir bæði lið. Matthías Skjöldur Sigurðusson og Brynjar Bergmann sáu hinsvegar um að tryggja Húnum stigin þrjú sem í boði voru að þessu sinni.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Brynjar Bergmann 2/1
Gunnlaugur Guðmundssón 1/0
Matthías Sigurðsson 1/0
David MacIsaac 0/1
Trausti Bergmann 0/1
Hrólfur Gíslason 0/1

Refsingar Húnar: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Egill Þormóðsson 2/0
Gauti Þormóðsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 14 mínútur

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH