Húnar lögðu Jötna með sex mörkum gegn tveimur í sveiflukenndum leik á íslandsmótinu í Egilshöll síðastliðinn laugardag.
Húnar sóttu töluvert meira í fyrstu lotunni og komu sér í þægilega 3 – 0 stöðu í fyrstu lotu með mörkum frá Róbert Pálssyni, Brynjari Bergmann og Lars Foder.
Önnur lotan var töluvert jafnari en Falur Birkir Guðnason kom Húnum í 4 – 0 strax í upphafi lotunnar og staða þeirra orðin æði vænleg. Ingvar Jónsson minnkaði hinsvegar muninn fyrir Jötna áður en lotan var úti.
Fljótlega í þriðju og síðustu lotunni minnkaði Sigurður Freyr Þorsteinsson muninn í tvö mörk fyrir Jötna. Lengra komust þeir hinsvegar ekki Húnar bættu í sóknina. Það voru síðan þeir Brynjar Bergmann og Hjalti Jóhannsson sem gulltryggðu sigur Húna með sitthvoru markinu
Töluvert var af opnum færum í leiknum en markmenn liðanna sýndi oft góða takta milli stanganna.
Mörk/stoðsendingar Húna:
Brynjar Bergmann 2/0
Lars Foder 1/1
Falur Guðnason 1/0
Hjalti Jóhannsson 1/0
Róbert Pálsson 1/0
Elvar Ólafsson 0/2
Bóas Gunnarsson 0/1
Andri Helgason 0/1
Refsingar Húna: 6 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Jötna
Ingvar Jónsson 1/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 1/0
Ben DiMarco 0/1
Refsingar Jötna: 2 mínútur.
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH