Björn Már Jakobsson er íshokkímaður ársins. Björn Már er 30 ára gamall varnarmaður í Skautafélagi Akureyrar en liðið er núverandi íslandsmeistarar í íshokkí. Björn var stigahæstur varnarmanna á síðasta tímabili ásamt því að vera aðstoðarfyrirliði síns liðs.
Björn hefur spilað íshokkí frá barnsaldri, með meistaraflokki síðan hann var 15 ára og sleitulaust með landsliðum frá 18 ára aldri. Fyrst keppti Björn fyrir Íslands hönd í yngri landsliðum árið 1998. Frá árinu 2000 hefur Björn verið fastamaður í vörn íslenska karlalandsliðsins sem hefur jafnt og þétt bætt árangur sinn í heimsmeistarakeppnum Alþjóða íshokkísambandsins.
Björn hefur verið virkur í starfi, hefur setið í stjórnum, starfað við þjálfun og ávallt verið tilbúinn að leggja hönd á plóginn í þágu íþróttarinnar. Björn Már Jakobson hefur sýnt drengskap í leik og starfi og er góð fyrirmynd þeirra sem á eftir koma.