16.12.2010
Guðrún Kristín Blöndal er fædd árið 1976, er fyrirliði kvennaliðs SA-Valkyrja og hefur verið lykilleikmaður kvennaliðs Skautafélags Akureyrar undanfarin ár. Guðrún átti mikinn þátt í árangri liðsins á árinu þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Birninum síðasta vor. Guðrún er jafnframt leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og tekur nú þátt í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Reykjavík vorið 2011.
Guðrún er mikil íþróttakona og hefur lagt hart að sér við æfingar síðustu misseri og hefur m.a. ein kvenna sótt allar æfingar með körlunum í old boys liði félagsins. Auk árangurs á ísnum hefur Guðrún lagt sitt af mörkum til íþróttarinnar í almennum félagsstörfum sem og í undirbúningi móta og uppbyggingu kvennahokkís.
Íshokkísamband Íslands óskar Guðrúnu Kristínu innilega til hamingju með titilinn.
HH