Hokkíhelgin


Frá barnamóti á Akureyri.                                                                                                         Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Þrátt fyrir að einsog einu 3. flokks helgarmóti sem fyrirhugað var þessa helgina hafi verið fært til næstu helgar er ekki annað hægt að segja en að nóg sé um að vera þessa hokkíhelgi.

Strax í kvöld verður hafist hand því að þá fara fram fyrstu leikirnir í helgarmóti 5; 6. og 7 flokks  en mótið fer fram í Egilshöllinni. Mót þessi eru mikið ævintýri fyrir þá leikmenn sem taka þátt og því um að gera að skella sér í Grafarvoginn og horfa á. Mótaskrá mótsins má finna hér.

Í kvöld verður einnig fyrsta æfing karlalandsliðsins en fyrstu æfingabúðir þess liðs eru fyririhugaðar á Akureyri um helgina. Sjálfsagt hefur baráttan um að tryggja sér sæti í landsliði karla aldrei verið harðari og því líklegt að þeir leikmenn sem mæta muni leggja sig alla fram.

Á morgun, laugardag, eru síðan tveir leikir í meistaraflokki. Klukkan 16.30 leika á Akureyri  Jötnar og Björninn í meistaraflokki karla. Bjarnarmenn sem aðeins hafa tapað einu stigi í leikjum sínum hingað og munu án nokkurs vafa reyna að halda sigurgöngu sinni áfram. 

Að leik karlanna loknum leika í kvennaflokki lið Ynja og Bjarnarins. Þetta er í annað skiptið sem liðin mætast á þessu tímabili en í fyrsta leik liðanna unnu Ynjur stórt því leikurinn endaði 10 - 1 þeim í vil. Það er því á brattann að sækja fyrir Bjarnarkonur að þessu sinni.

HH