Hokkíhelgin


Frá leik Víkinga og Húna á síðasta tímabili.                                                                                  Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Hokkíhelgin að þessu sinni byrjar á svipuðum nótum og sú síðasta endaði, þ.e. með frestuðum leikjum því nú þegar hefur 4. flokks móti sem fyrirhugað var í Egilshöll um helgina verið blásið af. Enn eru þó leikir á dagskrá hjá okkur því á morgun eru fyrirhugaðir tveir leikir í meistaraflokki og fara þeir báðir fram á Akureyri.

Fyrri leikurinn er leikur Víkinga og Húna í meistaraflokki karla og hefst hann klukkan 16.30. Bæði lið vilja stigin þrjú sem í boði eru enda þegar upp er staðið gætu þau skipt miklu máli. Liðslistar hafa ekki borist og því ekki vitað hvernig liðin mæta mönnuð til leiks.

Síðari leikur dagsins er leikur Ásynja og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna. Þetta er annar leikur þessara liða á tímabilinu en fyrri leikur þeirra endaði með sigri Ásynja sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarkvenna. Ásynjur eru erfiðar heim að sækja end hafa þær einungis tapað einu stigi í þeim fjórum leikjum sem þær hafa spilað til þessa.

HH