Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af tveimur leikjum sem báðir fara fram í Reykjavík á morgun, laugardag.
Fyrr leikurinn hefst klukkan 18.00 en það er leikur Bjarnarins og Víkinga í karlaflokki. Leikur þessi sker úr um hvort liðið fær heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst þann 18 mars nk. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér sigurinn á meðan Bjarnarliðið þarf sigur. Bæði lið munu án nokkurs vafa mæta með sinn sterkasta mannskap en í leikjum þessara liða til þessa, sem eru fimm talsins, hefur alltaf einungis eitt mark skilið liðin að í leikslok.
Síðari leikur dagsins er leikur SR og Ynja og fer hann fram í Laugardalnum og hefst klukkan 18.30. Ásynjur hafa fyrir nokkuð löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn þar en þetta er næst síðasti leikur í kvennaflokki á þessu tímabili. Þess má svo til gamans geta að tveir kenndómarar dæma leikinn í tveggja dómara kerfi og er það líklega í fyrsta skipti sem leikur í íshokkí er eingöngu dæmdur af konum hér á landi.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH