Hokkíhelgin að þessu sinni hefst strax í kvöld og um helgina verða leiknir alls átta leikir á íslandsmóti.
Fjörið hefst strax í kvöld klukkan 20.15 þegar Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar mætast í meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta er þriðji leikur liðanna á tímabilinu en síðast þegar liðin mættust unnu Víkingar með þremur mörkum gegn tveimur í framlengdum leik.
Síðari partinn á morgun, laugardag og fyrrpart sunnudags verður síðan leikið helgarmót í 3. flokki en þetta er fjórða mótið af sex sem haldið er í flokknum á þessu tímabili. Dagskrá mótsins má sjá hér.
Helginni lýkur svo með leik Skautafélags Reykjavíkur og Ásynja í meistaraflokki kvenna. Ásynjur sem enn hafa ekki tapað leik á þessu tímabili og liðið með margar landsliðskonur innanborðs. Það gæti því orðið á brattann að sækja fyrir SR-konur einsog í fyrri leikjum liðanna.
Mynd: Ómar Þór Edvardsson
HH