Hokkíhelgin að þessu hefur aðeins dregist saman frá því sem upphaflega var áætlað en leik Húna og Jötnar sem fara átti fram á morgun í Egilshöll hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Kvennaleikurinn mun hisvegar fara fram en klukkan 19.00 mætast í Egilshöllinni Björninn og SA í meistaraflokki kvenna. Liðin berjast nú hatrammri baráttu um hvort þeirra fær heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem fram fer í byrjun mars. Bjarnarkonur hafa um þessar mundir þriggja stiga forystu á SA-konur sem eiga þó leik til góða. Liðin eiga eftir að mætast einusinni aftur áður en deildarkeppninni lýkur.
Í Laugardalnum fer síðan fram mót í 3. flokki en að þessu móti meðtöldu eru þrjú mót eftir í flokknum. Dagskrá mótsins má sjá hér hægra meginn á síðunni hjá okkur.
Á Akureyri mun karlalandsliðið síðan dvelja við æfingar undir stjórn Tim Brithens landsliðsþjálfara en liðið mun halda til Serbíu í apríl næstkomandi.
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH