Hokkíhelgin

Úr leik Víkinga og SR á Akureyri
Úr leik Víkinga og SR á Akureyri

Leið hokkímanna þessa helgina liggur að mestu leyti suður eftir þjóðvegi eitt þessa helgina.

Fyrst ber að nefna að Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar mætast á morgun laugardag í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 18.30. Bæði lið mæta með þrjár línur plús í leikinn en listi leikmanna er þegar kominn á tölfræðisíðu okkar. Víkingar vilja stigin þrjú enda í harðri samkeppni við Björninn um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem framundan er. SR-ingar að sama skapi vilja laga stöðu sína í töflunni. 

Kvennalandsliðið verður með æfingabúðir um helgina en liðið leikur í kvöld og á morgun æfingaleiki við leikmenn úr Birninum. Einnig mun liðið æfa í fyrramálið en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir HM-mótið sem fram fer seinnipartinn í mars nk hér í Reykjavík.

Um helgina fer síðan fram á Akureyri hið árlega minningarmót um Magnús Einar Finnsson. Magnús Einar var um tíma formaður Skautafélags Akureyrar og Skautasambands Íslands á meðan að íshokkí var þar innanbúðar. Magnús var einnig stjórnarmaður í ÍHÍ ásamt því að gegna stöðu gjaldkera. Dagskrá og reglur mótsins má sjá hér.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH