Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði sunnan og norðan heiða þessa helgina og því nóg að gera hjá hokkífólki.
Á morgun leika í Egilshöllinni Húnar og Jötnar í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 18.00. Síðustu tveir leikir þessara liða, sem báðir fóru fram á Akureyri, voru hörkuspennandi. Fyrri leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni og endaði 9 - 8 fyrir Jötnum en þeim síðari lauk með 7 - 5 sigri Jötna en síðasta mark þeirra kom 5 sekúndum fyrir leikslok. Liðslistar eru komnir á tölfræðisíðu okkar en ekki er vitað hvort einhverjar breytingar verða á liðskipan fyrir leikinn á morgun.
Um helgina fer síðan fram á Akureyri helgarmót í 4. flokki en þetta er annað mótið í vetur sem telur til íslandsmeistara. Skautafélag AKureyrar og Björninn standa jafnt að vígi í flokknum en bæði liðin hafa unnið fimm leiki af þeim sex leikjum sem hafa verið leiknir. Dagskrá mótsins má sjá hérna hægra meginn á síðunni hjá okkur.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH