Hokkíhelgin

Úr nýlegum leik Jötna og Húna
Úr nýlegum leik Jötna og Húna

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði sunnan og norðan heiða þessa helgina og því nóg að gera hjá hokkífólki.

Á morgun leika í Egilshöllinni Húnar og Jötnar í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 18.00. Síðustu tveir leikir þessara liða, sem báðir fóru fram á Akureyri, voru hörkuspennandi. Fyrri leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni og endaði 9 - 8 fyrir Jötnum en þeim síðari lauk með 7 - 5 sigri Jötna en síðasta mark þeirra kom 5 sekúndum fyrir leikslok. Liðslistar eru komnir á tölfræðisíðu okkar en ekki er vitað hvort einhverjar breytingar verða á liðskipan fyrir leikinn á morgun.

Um helgina fer síðan fram á Akureyri helgarmót í 4. flokki en þetta er annað mótið í vetur sem telur til íslandsmeistara. Skautafélag AKureyrar og Björninn standa jafnt að vígi í flokknum en bæði liðin hafa unnið fimm leiki af þeim sex leikjum sem hafa verið leiknir. Dagskrá mótsins má sjá hérna hægra meginn á síðunni hjá okkur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH