Hokkíhelgin að þessu sinni er nokkuð þétt en fjórir leikir fara fram og eru tveir þeirra í Hertz deild kvenna.
Fyrri leikurinn er á morgun, laugardag klukkan 19.00 en þá mætast á Akureyri Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur. Bæði lið eru ágætlega skipuð en Ásynjur sem er á hælum Ynja í toppbaráttunni verða þó að teljast sigurstranglegri. Ásynjum hefur borist liðstyrkur en Vigdís Hrannardóttir hefur tekið fram skautana að nýju. SR-ingar hafa einnig fengið viðbót í sinn hóp en Vera Ólafsdóttir hefur hafið leik að nýju en einnig mun Brynhildur Hjaltested leika sinn fyrsta leik í meistaraflokki
Sömu lið mætast síðan daginn eftir, þ.e. á sunnudeginum og hefst sá leikur klukkan 10.00.
SA og SR mætast einnig á sama stað í 2. flokki um helgina. Fyrri leikurinn er á laugardag klukkan 16.30 en sá síðari á sunnudeginum og hefst klukkan 7.30.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH