Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni sannar að hokkí má bæði spila seint sem snemma. Fjórir leikir eru á dagskrá og allir eru þeir í Egilshöllinni og því um tvöfaldan tvíhöfða að ræða. 

Leikirnir sem fara fram í meistaraflokki eru leikir Bjarnarins og SA Ynja en fyrri leikur liðanna er á morgun laugardag og hefst um klukkan 19.00. Þetta er í fyrsta skiptið sem liðin mætast í vetur en fyrir leikinn hafa bæði lið leikið fjóra leiki. Björninn hefur sjö stig að þessum fjórum leikjum loknum en Ynjur fylgja þeim fast á eftir með sex stig. Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks og lítið um meiðsl eða fjarveru hjá þeim. Liðin mætast síðan aftur á sunnudagsmorgninum og gert er ráð fyrir að hann hefjist um klukkan 10 um morguninn.

Tveir leikir fara einnig fram í 2. flokki og þar mætast lið Björninn og Skautafélag Akureyrar. Leikurinn á laugardeginum hefst klukkan 16.30 en síðari leikurinn hefst klukkan 07.00 á sunnudagsmorgninum.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH