Þessa helgina eru tveir leikir á dagskrá og báðir fara þeir fram á Akureyri.
Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 16.30 en þá taka Víkingar á móti Húnum. Leiklistar fyrir leikinn eru þegar komnir á netið hjá okkur og miðað við þá geta menn átt von á spennandi og skemmtilegum leik. Einsog sjá mátti í leik Bjarnarins og Jötna sl. þriðjudag hafa tveir erlendir leikmenn bæst við í hóp norðanmanna en það eru þeir Rett Vossler sem er markvörður og Ben DiMarco sem er sóknarmaður. Lið norðanmanna er því að styrkjast og ekki ólíklegt að fleiri eigi eftir að bætast við. Húnar mæta líka vel mannaðir til leiks og þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með á netinu bæði textalýsingu hér á ÍHÍ síðunni og einnig SA TV.
Eftir leik karlanna mætast SA og Björninn í kvennaflokki. Liðin mættust síðast í Egilshöllinni fyrir um tveimur vikur síðan og þá unnu Bjarnarstúlkur 9 - 2 sigur. Töluvert var síðan Bjarnarkonur höfðu sigur á norðanstúlkum og því má telja víst að SA-konur ætli sér að svara fyrir tapið. Liðsliðstar beggja liða hafa ekki borist en vonandi verður þar bragarbót á fljótlega.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH