Úr leik Ásynja og Bjarnarins Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram norðan heiða þar sem tveir leikir eru fyrirhugaðir.
Fyrr leikur dagsins er leikur Jötna og Húna í meistaflokki karla og hefst hann klukkan 16.30. Liðstilling liðanna er kominn á tölfræðisíðu okkar og samkvæmt henni mæta bæði liðin ágætlega mönnuð til leiks. Það má því búast við hörkuleik og Húnar sem eru í fínni stöðu á stigatöflunni munu gera sitt til að viðhalda þeirri stöðu. Jötnar á hinn bóginn gætu með sigri komið sér í ágætis stöðu og því eru stigin þrjú sem í boði eru töluvert eftirsótt.
Að karlaleiknum loknum leika Ásynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna. Ásynjur eru erfiðar heim að sækja. Liðið hefur einungis tapað tveimur stigum í allan vetur og enginn vafi á að þær ætla að halda sínu striki hvað stigasöfnun varðar. Björninn á hinn bóginn hefur átt á brattann að sækja þennan veturinn en hefur þó smátt og smátt vaxið fiskur um hrygg. Rétt einsog í karlaleiknum er liðskipan liðanna komin upp og þegar líður á daginn geta þeir sem ekki eiga heimangengt fylgst með stöðu leikjanna undir tölfræðisíðunum hér til hægri.
HH