Hokkíhelgi

Um helgina verður nóg um að vera í hokkílífi landsmanna bæði norðan- og sunnanlands. 

Fjörið hefst strax í kvöld þegar Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Ásynjum í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn klukkan 20.00. Ásynjur sem hingað til hafa unnið alla sína leiki á meðan SR-konur hafa beðið lægri hlut í öllum sínum leikjum. Ásynjur verða því að teljast sigurstranglegar í leiknum í kvöld. SR-konur eru í uppbyggingarstarfi og vonandi sést árangur að því í nánustu framtíð.

Eldsnemma í fyrramálið hefst síðan mót í 5; 6. og 7 flokki en mótið fer fram í Egilshöll. Athygli vekur að á þessu móti kemur til með að spila lið í 5 flokki frá Skautafélagi Akureyrar sem eingöngu er skipað stúlkum. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Dagskránna á mótinu má finna hér en áhugasamir eru hvattir  til að láta sjá sig enda mikil gleði í gangi á mótum þessum.

Seinnipartinn á laugardeginum hefst síðan helgarmót í Skautahöllinni á Akureyri í 2. flokki karla. Mótið fyrsta mótið af þremur helgarmótum vetrarins en dagskrá mótsins má finna hér

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH