Hokkíhelgi

Úr leik Ásynja og Bjarnarins fyrr á tímabilinu                                         Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og fer fram bæði sunnan og norðan heiða.

Í kvöld hefst helgarmót í 3. Flokki og fer það fram í Skautahöllinni í Laugardal. Dagskrá mótsins má sjá hér.  Þetta er annað mótið í þessum flokki í vetur en fyrsta mótið fór fram í Egilshöll í byrjun október. Stöðuna í flokknum má sjá hér.

Á sunnudaginn fara síðan fram tveir á Akureyri í meistaraflokki karla og kvenna.

Fyrri leikurinn er leikur Víkinga og Húna og hefst hann klukkan 16.30. Víkingar eru sex stigum á eftir Bjarnarmönnum en eiga leik til góða og geta því minnkað muninn í þrjú stig með sigri. Húnarnir munu því án efa mæta vel mannaðir til í von um að geta stolið stigi eða stigum af Víkingum. Líklegt er að Víkingum bætist liðsauki en Gunnar Darri Sigurðsson hefur hafið æfingar á ný.

Síðari leikurinn er leikur Ásynja og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna og hefst hann að leik Víkinga og Húna loknum. Ásynjur hafa fram að þessu unnið alla leiki sína og greinilega er mikil gróska í kvennahokkí fyrir norðan. Bjarnarliðið er hinsvegar þetta tímabilið í nokkru uppbyggingarstarfi og vonandi uppsker liðið þó síðar verði.