Hokkíhelgin hefst í kvöld með einum leik en þá hefst 3. flokks mót á Akureyri. Aðeins einn leikur fer fram í kvöld en þá mætast SA og Björninn. Um er að ræða svokallað opið mót en mótið telur ekki til íslandsmóts. Mótið stendur alla helgina og má sjá dagskrá
þess hér.
Annnað kvöld klukkan 21.00 leika síðan SA Víkingar og Björninn á sama stað. Þetta er einungis annar leikurinn í meistaraflokki karla á þessu ári en 2. flokkur hefur átt síðustu daga í keppni.
Leikurinn á morgun gæti orðið hin besta skemmtun því þegar liðin áttust síðast við á Akureyri í lok nóvember unnu Bjarnarmenn á gullmarki 3 - 4. Þá var það Úlfar Jón Andrésson sem tryggði þeim sigur í þeim leik eftir mikla baráttu beggja lið. Enginn vafi er á að Bjarnarmenn menn vilja endurtaka leikinn og laga stöðu sína á stigatöflunni. Víkingar unnu hinsvegar Bjarnarmenn stórt þegar Víkingar komu í heimsókn í Egilshöllina stuttu síðar en sá leikur fór 3 - 8. Sjö leikir eru enn eftir hjá öllum liðum og því tuttugu og eitt stig í boði. Víkingar vilja að sjálfsögðu halda SR-ingum heitum í baráttunni um toppsætið og möguleikanum á að geta síðar tryggt sér heimleikjarétt, þegar að úrslitum kemur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH