Hokkíhelgi

Hokkíhelgin ber svolítið keim af því að stutt er í jól en þó er eitt og annað í gangi. Leikur helgarinnar hér heima er leikur Bjarnarins og Ynja í meistaraflokki kvenna en hann fer fram í Egilshöll á morgun laugardag og hefst klukkan 19.15. Ekki er annað vitað en að bæði lið mæti fullmönnuð til leiks enda leikurinn bara einn hluti af stórri dagskrá hjá konunum. 

Í kvöld hefjast landsliðsæfingabúðir hjá konunum og verða þær alla helgina. Dagskránna að þeim má finna hér.

Á morgun er einnig stelpu hokkídagur í Egilshöllinni þannig að nóg er um að vera hjá konunum þessa helgina. 

Um helgina lýkur einni heimsmeistaramótinu hjá U20 sem staðið hefur í vikunni en síðast leikur íslenska liðsins er gegn spánverjum á sunnudaginn kl. 11.00 að íslenskum tíma. Meira um það síðar.

HH