Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af leikjum í meistaraflokki kvenna annarsvegar og pressuleikjum hjá U20 hinsvegar.

Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá. Í kvöld leika SA Valkyrjur og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 22.00 og fer fram á Akureyri. SA Valkyrjur eru enn taplausar og hafa unnið alla sína fimm leiki og sitja því í toppsætinu. SR-stúlkur unnu hinsvegar sinn fyrsta leik þegar þær lögðu SA Ynjur fyrir stuttu en það er líklegast fyrsti sigur kvennaliðs SR í íshokkí.

Í Laugardalnum leika hinsvegar landslið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er hluti af undirbúningi drengjanna fyrir heimsmeistaramót U20 liða í 2. deild.

U 20 liðið mun síða halda upp í Egilshöll og leika þar stuttan leik við Bjarnarmenn á laugardeginum en sá leikur hefst klukkan 11.45.

Það eru síðan konurnar sem klára helgina því lið SA Valkyrja og Skautafélags Reykjavíkur leika seinni leik sinn og hefst hann klukkan 17.30.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH