Hokkíhelgi

Helgin að þessu sinni fer fram bæði norðan- og sunnanlands og keppt er í mfl. Kvenna, 2. flokki  karla og 4. flokki.

Annar flokkurinn hefst handa í kvöld klukkan 20.45 þegar norðan drengir úr SA koma í heimsókn í Egilshöllina. Sömu lið leika svo aftur á morgun klukkan 16.30 á sama stað.

Fjórði flokkur verður svo spilandi bæði á morgun laugardag en einnig á sunnudaginn í helgarmóti sem haldið verður i Skautahöllinni á Akureyri.

Síðast en ekki síst leika lið SA Valkyrja og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn klukkan 20.10. Síðast þegar liðin léku var allt stál í stál fram á síðustu sekúndu og sigurmarkið kom örfáum sekúndum fyrir leikslok. Úthaldið spilar því stóra rullu í þegar þessi lið mætast. Valkyrjur eru komnar með þægilegt forskot á stigatöflunni og Bjarnarstelpum þvi mikilvægt að ná sér í stig fyrir norðan.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH