Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er að mestu í eign þeirra yngstu og þeirra elstu sem spila hokkí. Það er allavega af nógu að taka.

Í Laugardalnum verða það börnin í fimmta, sjötta og sjöunda flokki sem eiga sviðið og nóg verður spilað. Þetta er að sjálfsögðu hátíð fyrir þau enda sjá flestir sem líta við á svona mótum að fjörið er mikið. Fyrir þá sem vilja líta við má sjá dagskránna hérna.

Icelandair Cup fer fram um helgina. Á mótið mun mæta góður fjöldi leikmanna jafnt konur sem karlar.Þetta er fjölmennasta Icelandaircup sem hefur verið haldið og gaman að því að lið erlendis frá á þessum aldri vilji koma hérna og spila. Mest verður leikið í Egilshöllinni en eitthvað af leikjunum mun fara fram í Laugardalnum. Dagskránna má finna hér.

Á Akureyri leika svo lið SA og Bjarnarins á laugardeginum í 2. flokki karla. Leikurinn hefst klukkan 17.30. Helgin fyrir norðan verður einnig nýtt af Josh Gribben landsliðsþjálfara U20 liðsins til æfinga þar en dagskránna má finna í U20 tenglinum hér vinstra meginn á síðunni.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH