Hokkíhelgin að þessu sinni er tileinkuð ungviðinu. Í kvöld klukkan 19.30 leika Björninn og SA í 2. flokki karla. Klukkan 7.30 hefst hinsvegar
stór dagur hjá krökkunum í fimmta, sjötta og sjöunda flokk þegar Egilsmótið hefst. Leikið verður allan daginn fram að kvöldmat en þá mætast aftur lið Bjarnarins og SA í 2 flokki. Morguninn eftir hefja menn leik að nýju, þ.e. börnin en einnig verður
æfing hjá U18 ára liðinu og fer hún fram í Laugardalnum.
Barnamótið að þessu sinni er eitt af því stærsta sem haldið hefur verið. Öll lið mæta með a og b lið í 5. flokki. Í 6. og 7. eru einnig fjölmörg lið og ekkert annað á teikniborðinu heldur en að mótið verði stórskemmtilegt. Við hvetjum foreldra til að mæta og hvetja börnin sín á jákvæðan hátt. Ef einhverjir myndasmiðir verða á staðnum þætti okkur vænt um að fá fáeinar myndir á
ihi@ihi.is.
Myndina tók Ómar Þór Edvardsson
HH