15.01.2010
Um helgina leika Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 17.30 Enginn vafi er á að hart verður barist um stigin þrjú sem eru í boði. Bæði er að hvert stig skiptir máli til að tryggja sér heimaleikjaréttinn og ekki síður að lið Bjarnarins hefur verið að sýna klærnar að undanförnu.
Bæði lið hafa verið að fá menn til baka af ýmsum ástæðum. Egill Þormóðsson er kominn frá Svíþjóð og bætir í sóknina hjá gestunum. Arnþór Bjarnason er hinsvegar enn á sjúkralistanum.
Jón B. Gíslason er kominn til baka úr meiðslum hjá norðanmönnum og einnig er Gunnar Darri Sigurðsson allur að braggast. Josh Gribben er að komast á ról en Rúnar F. Rúnarsson tekur sér hinsvegar frí frá leiknum þar sem hann er í leikbanni.
Þeir borgarbúar sem verða með fráhvörf af hokkískorti geta svo glaðst yfir því að næstkomandi þriðjudag mæta Akureyringar í Egilshöllina. Það eru því dýrmæt stig í boði næstu dagana.
Að leik liðanna loknum leika sömu lið í 3. flokki karla.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH