Frá minningarmótinu um Magnús Einar Finnsson á síðasta ári Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Hokkíhelgin er að þessu sinni nokkuð einföld allavega hvað varðar íslandsmót. Um helgina verður nefnilega spilað 2. flokks mót í Laugardalnum en þetta er annað mótið af þremur sem spilað verður þetta keppnistímabilið. Fyrsta mótið var haldið á Akureyri um miðjan nóvember en það síðasta verður í Egilshöllinni rétt eftir miðjan apríl. Dagskrá mótsins má finna hér.
Annað helgarmót er einnig á döfinni þó það sé ekki hluti af mótaröð ÍHÍ. Þar er á ferðinni heldri manna mót sem haldið er í minningu Magnúsar Einars Finnssonar en mótið fer fram á Akureyri. Dagskrá þess má finna í þessari frétt.
HH