Hokkíhelgi

Frá leik Ynja og SR fyrr í vetur.                                                                Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Hokkíhelgin að þessu sinni er norðan heiða helgi og hefst strax í kvöld.

Þá leika í meistaraflokki kvenna lið Ynja og Skautafélags Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 22.00. Ynjur hafa átt ágætis tímabil og einungis tapað einum leik en það var gegn systurliði sínu Ásynjum. SR-konur hafa átt öllu erfiðara uppdráttar en liðið var endurvakið  fyrir síðasta tímabil. Liðið hefur nú fengið nýjan þjálfara en Ævar Þór Björnsson hefur nú tekið við liðinu af Daniel Kolar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ævar marga fjöruna sopið svo gaman verður að sjá hvaða breytingar hann gerir hjá liðinu.

Laugardag og sunnudag mun síðan fara fram helgarmót í 5; 6. og 7. flokki og einsog á öðrum mótum hjá þessum flokkum mun leikgleðin verða alls ráðandi. Mótið stendur frá morgni til kvölds og dagskrá þess má sjá hér.

HH