HM Kvenna hefst í dag

Frá leik Íslands og Suður Afríku 2013
Frá leik Íslands og Suður Afríku 2013

Í dag hefst í Skautahöllinni í Laugardal keppni í 2. Deild á heimsmeistaramóti kvenna. Leiknir verða fimmtán leikir þá daga sem keppnin stendur yfir. Ásamt Íslandi taka þátt Belgía, Spánn, Króatía, Slóvenía og Tyrkland.

Dagskráin í dag er eftirfarandi:

Kl. 13.00 Spánn – Belgía

Kl. 16.30 Króatía – Slóvenía

Kl. 19.45 Setning móts

Kl. 20.00 Tyrkland – Ísland

Mikill hugur er í íslenska liðinu, jafnt og öðrum liðum og því von á spennandi keppni. Ástæða er til að hvetja íshokkíáhugamenn til að koma við í Laugardalnum og hvetja sitt lið.

HH