HM-karla - breyting

Í byrjun vikunnar barst ÍHÍ tölvupóstur frá íshokkísambandinu í Eistlandi þar sem tilkynnt var að skautahöllin sem áætlað var að halda mótið á væri orðin gjaldþrota. Einnig tilkynnti sambandið að viðræður við önnur hús í Tallin hefðu ekki borið árangur og því væri nauðsynlegt að flytja mótið sem íslenska liðið tekur þátt í til Narva.

Sambönd þeirra landa sem þátt taka í mótinu samþykktu öll færsluna en ÍHÍ var eina sambandið sem gerði fyrirvara um samþykki. Alþjóða íshokkísambandið tók undir athugasemdir ÍHÍ og því hefur málum verið þokað í rétta átt.

Mótið verður því haldið í Narva en ekki Tallinn einsog gert var ráð fyrir í byrjun. Fleiri fréttir vegna ferðarinnar verðar birtar undir karlalandsliðs-tenglinum á næstu dögum.

HH