HM í Belgrad - Pistill 2

Mynd: IIHF
Mynd: IIHF

HM í Belgrad - Pistill 2

Staðan í dag, miðvikudag er góð. Eftir ferðalagið tilbaka frá Tyringe í Svíþjóð á mánudaginn, yfir brúna ¨Bruen¨ með rútu aftur og á Kastrup flugvöll, þar sem flogið var til Belgrad í Serbíu. Ferðin gekk vel, engin óhöpp eða týndur farangur á leiðinni.

Við komuna til Belgrad seinni part dags var tekin góð æfing sem sem í þetta skipti var stjórnað af Gulla aðstoðaþjálfar okkar, en þó með fjareftirliti Tims aðalþjálfara úr stúkunni. Á meðan raðaði Karvel tækjastjórinn okkar upp og gekk frá búningum liðsins og öllu öðru tilheyrandi í þröngan búningsklefann af mikili snilld, eins og hans var von og vísa. Eftir kvöldmat hélt síðan farastjórn á sína mótafundi, dómarafundi o.s.frv.  Seinna um kvöldið hélt Tim síðan fundi með hverjum og einum leikmanni fyrir sig.

Strákanir vöknuðu ánægðir og úthvíldir snemma í morgun, fengu sér morgunnmat og eftir það var  svo ekið beint upp í íshokkíhöllina aftur þar sem átti að keppa í hádeginu gegn Eistlandi. Eistland er efst í styrkleikaflokki liðanna sem keppa á þessu móti, enda nýfallnir úr 1 deildinni.

Leikurinn við Eistland gekk vel að mati okkar farastjórnar og Tims, þó svo hann hefði tapast 4-1. Liðið sýndi að á virkilega góðum degi geti þeir sigrað þetta lið, og framtíðin er björt hjá íslenska karlalandsliðinu. Þó ætla ég ekki út í neina tölfræðium leikin þar sem honum eru gerð góð skil inni á mbl.is og var sýndur beint yfir netið á síðum IIHF. Þó skal það tekið fram að nýju ungu strákarnir okkar og þar á meðal Sigurður Reynisson 18 ára gamall nýinnkallaður í landsliðið sýndu í leiknum að við þurfum ekki að hvíða framtíð Íslands í karlaíshokkí. Dennis Hedeström markvörður okkar var kosinn maður leiksins fyrir Ísland, en hann stóð sig frábærlega í markinu.

Strax að loknu leiknum gegn Eistlandi var farið upp á Hótel og snæddur seinn hádegismatur og svo  aftur kvöldverður síðar um kvöldið. Á morgunn kl.16.30  að staðartíma verður svo leikið gegn Belgum.

Kveðjur frá Belgrad,

Jón Þór Eyþórsson