Nú er runninn upp lokadagurinn á HM karla 2015 sem fram fer í skautahöllinni í Laugardal. Úti er ekkert sérstakt veður og því kjörið tækifæri til að skella sér niður í skautahöll og horfa á eitthvað af þeim leikjum sem eftir eru.
Ljóst er hvaða lið fer upp að þessu sinni en rúmenska liðið hafa nú þegar tryggt sér þann heiður. En þá er líka nokkurn veginn upptalið hvað liggur ljóst fyrir. Silfur- og bronssætið er enn á lausu og þar berjast fjögu lið um verðlaunapeningana sem eru í boði. Fallbaraáttan er líka algleymingi en einsog staðan er núna geta þrjú lið fallið. Ástralir eru þó í erfiðustu stöðunni því þeir verða að ná sigri í sinum leik til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.
Íslenska liðið leikur einsog áður sinn leik klukkan 20.00 í kvöld en þá mæta þeir rúmenum, sem einsog áður kom fram hafa tryggt sér sigur í mótinu.
Fyrir hokkíþyrsta er því tilvalið, einsog áður sagði að mæta í höllina og hafa gaman ásamt því að hvetja sitt lið.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH