Hertz-hokkíhelgin

Hertz-hokkíhelgin að þessu sinni er í Laugardalnum frá A – ö og hefst klukkan 19.45 í kvöld föstudag með leik SR og Bjarnarins í meistaraflokki karla.
Bæði liðin þurfa nauðsynlega á stigunum að halda ætli þau sér að halda í við liðin fyrir ofan sig. Bæði lið eru ágætlega mönnuð og ættu að geta gert góða hluti. Eitthvað vantar þó í bæði lið en hjá SR eru þeir Daníel Steinþór Magnússon og Jón Andri Óskarsson fjarverandi. Í lið Bjarnarins vantar hinsvegar Elvar Snær Ólafsson.

Síðari leikurinn fer fram á morgun og hefst klukkan 20.30 en þá leika UMFK Esja og SA Víkingar í karlaflokki.
Heimamönnum þætti ekki leiðinlegt að fá stigin þrjú og þar með nálgast Víkinga sem sitja í efsta sæti deildarinnar. Esja mun verða án Ólafs Hrafns Björnssonar sem tekur út síðari leikinn af tveggja leikja bannii sem hann fékk nýlega. Gestirnir í Víkingum, sem verða hvernig sem fer, efstir í deildinni yfir jólahátíðarnar eru án Ingvars Þórs Jónssonar en jaxlinn Sigurður S Sigurðsson er mættur aftur til leiks eftir erfiða ferð til tannlæknisins.

Klukkan 18.30 á morgun leika svo lið SR og SA í 3. flokk og fer sá leikur fram í Laugardalnum.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH