Heimsmeistaramótin

Bjarni Helgason hannaði logo HM U20 og U18. Norðurljós og íshokkí.
Bjarni Helgason hannaði logo HM U20 og U18. Norðurljós og íshokkí.

Heimsmeistaramót U20 drengja divIIb var haldið í Skautahöllinni í Laugardal 16. - 22. janúar síðastliðinn. Þátttökuþjóðir auk Íslands voru Kína, Kínverska Taipei, Mexico, Belgía og Serbía. Landslið Íslands endaði í fjórða sæti. Skautafélag Reykjavíkur sá um mótshaldið og gerðu það með glæsibrag. Allt til fyrirmyndar og gaman að sjá alla þessa sjálfboðaliða sem tóku verkefnið föstum tökum og fá hér með hrós fyrir.  https://www.iihf.com/en/events/2023/wm20iib

Landslið U18 kvenna tók þátt í heimsmeistaramóti U18 div IIb í Búlgaríu 26. janúar til 1. febrúar síðastliðinn. Þátttökuþjóðir auk Íslands voru Belgía, Búlgaría, Nýja Sjáland, Kazakstan og Eistland. Landslið Íslands U18 kvenna stóð sig hreint frábærlega og tóku bronsið. Eftirtektarvert er þróun, aukinn árangur og stórkostleg liðsheild sem hefur einkennt liðið síðan það var sett á laggirnar fyrir ekki svo löngu. Stelpurnar náðu strax stigi í fyrsta leik mótsins á móti Belgíu, unnu svo Nýja Sjáland örugglega, hreinlega yfirkeyrðu Eistland, unnu heimaliðið Búlgaríu með glæsibrag og töpuðu svo í lokin fyrir fantasterku liði Kazakstan sem vann gullið. https://www.iihf.com/en/events/2023/ww18iib/schedule

Næst á dagskrá er heimsmeistaramót U18 drengja í div III. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Ísrael, Tyrkland, Mexico, Bosnia-Herzegovina og Luxembourg. Mótið var áætlað í Egilshöll en vegna skorts á gistirýmum í Reykjavík þá var mótið flutt norður yfir heiðar og mun Skautafélag Akureyrar (SA) sjá um mótshaldið að þessu sinni. Mótið hefst 12. mars og síðasti leikdagur er 18. mars.  Rúnar Eff og Vlado munu tilkynna lokahópinn innan örfárra daga og við eigum von á stórskemmtilegu móti. https://www.iihf.com/en/events/2023/ww18iib

Landslið kvenna tekur þátt á HM kvenna Div IIA í Mexíkó 2.-7. apríl 2023 og landslið karla tekur þátt í HM karla Div IIA í Madrid, Spáni, 16. - 22. apríl 2023. Nánar um það síðar.