Á haustþingi IIHF, International Ice Hockey Federation, sem haldið er í dag 8. september, var samþykkt að heimsmeistaramót kvenna í annarri deild verði haldið í Reykjavik, þann 27. febrúar til og með 5. mars 2017. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun og var hún samþykkt einróma meðal þáttökuþjóðanna. Þær þjóðir sem munu senda lið sitt til Íslands, eru Tyrkland, Nýja Sjáland, Rúmenía, Spánn og Mexico. Íslensku stelpurnar ætla sér gull á þessu móti og stefna fast og örugglega á að komast í næstu deild fyrir ofan. Áfram Ísland.