Í gærkvöldi tapaði íslenska kvennalandsliðið i íshokkí naumt á móti sterku liði Spánar. Í fyrri viðureignum liðanna hafa þær spænsku ávallt haft betur en í gær var íslenska liðið mjög nálægt sigri.
Leiknum lauk 2-1 fyrir Spáni sem skorðu sigurmarkið þegar einungis 50 sekúndur voru eftir af fullum leiktíma. Silvía Björgvinsdóttir hjá Skautafélagi Akureyrar skoraði eina mark Íslands í fyrstu lotu en að öðru leyti einkenndist lotan af ákveðinni taugaveiklun af hálfu íslenska liðsins og þær virtust ekki finna sinn takt en fengu þó ekki á sig mark.
Önnur lota var frekar tíðindalítil en stelpurnar virtust þó vera búnar að losa sig við mesta stressið og spiluðu vel að öðru leyti en því að þær fengu á sig mark einum leikmanni færri. Staðan var því 1-1 eftir 2.lotu.
Í þriðju lotu var allt opið og bæði lið áttu mörg færi. Íslenska liðið átti stórleik í síðustu lotunni og einkenndist leikur þeirra af miklum krafti og baráttuvilja sem þó dugði ekki til.
Guðlaug Þorsteinsdóttir í markinu átti stórleik og var valin besti leikmaður íslenska liðsins.
Í dag kl.15.30 á íslenskum tíma fer svo fram viðureign Nýjá-Sjálands og Íslands. Fyrri viðureignir liðanna hafa farið báðum í hag svo nú er allt opið.
Áfram Ísland.