Þessa dagana vinna Jón Heiðar Rúnarsson og Ólafur Ragnar Ósvaldsson að ýmsu er verðar reglu- og dómaramál í íslensku íshokkí. Þeir sendu frá sér eftirfarandi pistil um hluta af varnarbúnað leikmanna:
Leikmenn fæddir eftir 31. desember 1974 skulu að lágmarki vera með hálft gler fyrir andlitinu (regla 224b)Leikmenn fæddir 1992 eða seinna (undir 18 ára) skulu vera með heila andlitshlíf þ.e. grind eða gler og grind (regla 224e)Leikmenn fæddir 1992 eða seinna (undir 18 ára) skulu vera með hálshlíf (regla 226b)Leikmenn fæddir 1990 eða seinna (undir 20 ára) skulu nota góm ef þeir kjósa að nota hálft gler (regla 227b). Ath. þetta á ekki við leikmenn undir 18 ára þar sem þeir mega ekki nota hálft gler.Við fyrsta brot á reglum um útbúnað leikmanns á að senda leikmanninn útaf, liðið á að fá viðvörun. Við annað brot og eftir það skal dæma viðeigandi refsingu á leikmann/lið (regla 555, dæmabók bls. 76 regla 555-A-1).
Þess má einnig geta fyrst rætt er um dómaramál að um helgina var í fyrsta skipti notast við svokallað 4ja dómara kerfi á Íslandi. Fyrrnefndur Jón Heiðar og Andri Magnússon dæmdu þá leik í þriðja flokki karla milli SA og SR. Í vetur verður haldið áfram að prufa sig áfram með dómgæslu af þessu tagi. Þeim sem eru sérstaklega áhugasamir um málið er bent á að á heimasíðu IIHF má sjá hvernig ætlast er til þess að dómarar staðsetji sig á ísnum þegar dæmt er í kerfinu.
JHR/ÓRÓ/HH