Kvennalið Fjölnis varði Íslandsmeistara titil sinn í hörku viðureign á Akureyri í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Fjölniskonur verða Íslandsmeistarar í íshokkí eftir krefjandi úrslitakeppni við Skautafélag Akureyrar. Úrslitaeinvígið unnu þær 3-1.
Íshokkísambandið óskar Fjölnisfólki innilega til hamingju með titilinn.