Ferðalag karlalandsliðs

Á mánudaginn lagði íslenska karlalandsliðið af stað til Kaupmannahafnar en endanlegur áfangastaður er Zagreb í Króatíu þar sem liðið mun taka þátt í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí. Ferðalagið og það æfinga- og keppnisplan sem sett var upp hér í Kaupmannahöfn hefur gengið vel. Liðið æfir og snæðir í Amager skautahöllinni sem er ekki langt frá þar sem liðið býr. Tíminn hefur einnig verið nýttur í stærri og smærri fundi með liðsmönnum þar sem farið hefur verið yfir leikskipulag ofl.

Í gærkvöld lék íslenska liðið svo gegn Rödovre. Leiknum lauk með sigri Rödovre sem gerði 4 mörk gegn 2 mörkum íslenska liðsins.
Leikurinn var vel leikinn af íslenska liðinu og spilað var á öllum mannskapnum. Jón Benedikt Gíslason skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu frá Gauta Þormóðssyni. Það síðarara gerði Ingvar Þór Jónsson þegar íslenska liðið var manni fleira á ísnum.

Þess má svo geta að þjálfarinn Olaf Eller skrifar fáeinar línur um leikinn undir í grein undir ”Karlaliðs” tenglinum.

Æfingar halda áfram í dag og í kvöld verður leikið gegn sterku liði Herning.

HH