Þann 10. janúar síðastliðinn óskaði Skautafélag Reykjavíkur (SR) eftir félagaskiptum fyrir eftirtalda aðila frá Fjölni yfir SR. Eftir að hafa skoðað málið og rætt við alla hagsmunaaðila hefur stjórn ÍHÍ ákveðið að veita umræddar undanþágur með neðangreindum skilyrðum.
Henrik Logi Hafsteinsson og Rökkvi Snær Ásgeirsson fá undanþágu á félagaskiptum og leikleyfi með SR án skilyrða. Leyfið gildir frá deginum í dag að telja.
Benjamín Páll Birgisson, Birta Sól Hafsteinsdóttir, Emilía Rán Steinarsdottir og Karen Líf Brynjarsdóttir fá samþykkt félagaskipti og leikleyfi þegar greitt hefur verið félagaskiptagjald samkvæmt félagaskiptareglum ÍHÍ. 25.000 krónur fyrir hvern og einn leikmann.
Skrifstofa ÍHÍ mun staðfesta félagaskipti og leikleyfi fyrir hvern og einn þessara leikmanna þegar greiðslukvittun hefur borist skrifstofu ÍHÍ.
------
Greiðsla hefur borist fyrir Benjamín Pál Birgisson félagaskipti og leikleyfi fyrir hann gilda frá deginum í dag 24. janúar 2025.
Greiðslur hafa borist fyrir Birtu Sól Hafsteinsdóttir, Emilíu Rán Steinarsdottir. Félagaskipti og leikleyfi fyrir þær gilda frá deginum í dag 25. janúar 2025. Greiðsla barst einnig fyrir Karen Líf 26, Janúar og eru því félagaskipti hennar og leikleyfi einnig gild.