Húnar og Víkingar léku á íslandsmóti karla í íshokkí á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu sex mörk gegn fjórum mörkum Húna. Víkingar voru án tveggja leikmanna, þeirra Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Orra Blöndal en annars mætti liðið ágætlega mannað til leiks
Húnaliðið sem átt hafði erfitt uppdráttar í vetur og einungis unnið einn leik hóf leikinn af miklu krafti.Víkingingar á hinn bóginn virtust ekki alveg með á nótunum í byrjun og voru lentir 2 – 0 undir strax í fyrstu lotu. Strax í byrjun þeirrar annarrar bættu svo Húnar einu enn markinu við og stað Víkinga orðin erfið.
Víkingar gáfust hinsvegar ekki upp og nýttu sér vel þegar Húnar gerðust full heimsóknarglaðir í refsiboxið. Á tveggja mínútna kafla, skömmu eftir að Húnar höfðu skorað sitt þriðja mark, náðu þeir að jafna leikinn. Liðin bættu svo við sitthvoru markinu fyrir lotulok og staðan því 4 – 4 eftir aðra lotu.
Josh Gribben kom Víkingum síðan 5 – 4 yfir í byrjun þriðju lotu. Húnar hinsvegar sneru vörn í sókn og skömmu síðar var dæmt víti eftir að Brynjar Bergmann komst einn inn fyrir vörn Víkinga. Ómar Smári Skúlason varði hinsvegar vítið og Víkingar héldu forystunni. Það var síðan Stefán Hrafnsson sem gulltryggði síðan sigur norðanmanna þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Staðan í íslandsmótinu er mjög spennandi um þessar mundir en næst leikur er á morgun þriðjudag. Þá heimsækjar Bjarnarmenn norðanmenn í Jötnum og þar sem hvert einasta stig telur núna verður sjálfsagt vel tekist á.
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Falur Birkir Guðnason 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Birkir Árnason 1/0
Andri Helgason 0/2
Einar Guðnason 0/2
Viktor Örn Svavarsson 0/1
Sturla Snær Snorrason 0/1
Refsingar Húnar: 54 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Josh Gribben 2/0
Ingvar Þór Jónsson 1/3
Andri Már Mikaelsson 1/2
Stefán Hrafnsson 1/1
Björn Már Jakobsson 1/0
Rúnar F. Rúnarsson 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1
Refsingar Víkingar: 18 mínútur.
HH