Stelpuhokkí

Stelpuhokkídagurinn verður haldinn sunnudaginn 11. október bæði í Reykjavík og á Akureyri. Dagurinn er hluti af alþjóðlegum stelpuhokkídegi sem Alþjóða íshokkísambandið stendur fyrir hjá aðildarlöndum sínum en dagurinn var fyrst haldinn árið 2011.

Á Akureyri eru allar stelpur velkomnar milli klukkan 13 - 15 í skautahöllina þar í bæ til að prufa hokkí. Alllur búnaður verður á staðnum ásamt mannskap sem mun leiðbeina og hjálpa til.

Í Reykjavík verður dagurinn með öðru sniði þar sem haldinn verður alþjóðlegur hokkíleikur með liðum sem eingöngu eru skipuð konum. Leikmenn frá Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur munu taka þátt ásamt leikmönnum frá Kanada.

Íshokkí er ekki síður íþrótt fyrir stelpur en stráka og því ástæða til að hvetja foreldra ungra stúlkna að huga að hvort það sé íþróttin fyrir barnið þeirra.

HH