Fara í efni
Dómaranámskeið
03.08.2010
ÍHÍ og dómaranefnd hennar mun standa fyrir dómaranámskeiði síðari partinn í ágúst. Námskeiðið er ætlað bæði línu- og aðaldómurum en einnig þeim sem hyggjast legga fyrir sig eftirlitsdómarann. Jarmo Jalarvo sem er einn af yfirdómurum IIHF mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu. Dagskráin er eftirfarandi. 25-08-2010
17.30 – 19.00 Bóklegt nám fyrir eftirlitsdómara.
19.10 – 20.00 Bóklegt nám fyrir eftirlitdómara (ef með þarf).
26-08-2010
17.30 – 19.00 Bóklegt nám fyrir dómara.
19.00 – 20.00 Verklegt nám á ís.
27–08-2010
17.30 – 19.00 Bóklegt nám fyrir dómara.
19.00 – 20.00 Verklegt nám á ís.
28-08-2010
15.30 – 17.00 Bóklegt nám fyrir dómara.
17.30 – 18.30 Verklegt nám á ís.
IIHF hefur ekki enn gefið út nýja reglubók þannig að notast verður við þá eldri. Hana má finna hér. Reglubreytingar sem samþykktar voru á síðasta ári og verða partur af nýrri reglubók má finna hér. Önnur gögn sem fara þarf yfir fyrir námskeiðið eru:
Procedure Manual (OPM)
4ja dómara kerfi
Rule Emphasis (2009-2010)
IIHF Officiating Standard
IIHF Case Book
Öllum er heimilt að skrá sig inn á námskeiðið og skal senda skráningu á ihi@ihi.is. Við skráningu fá þátttakendur sendar óútgefnar reglubreytingar IIHF. Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á námskeiðin. Allir sem vilja eru velkomnir og engar kvaðir nema að dómaranefnd fer yfir þá sem sækja um eftirlitsdómaranámskeiðið.
HH